Innlent

Samningaleiðin farin í frumvarpi um fiskveiðistjórnun

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja samningaleiðina farna í frumvarpi til nýrra laga um fiskveiðistjórnun. Sjávarútvegsráðherra vildi hins vegar engu svara um efni frumvarpsins en það var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær.

Enginn ráðherra vildi tjá sig um almenna efnisþætti frumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir sögðu samningaleiðina farna frekar en fyrningarleiðina en sögðu jafnframt nafngiftirnar varasamar.

„Þetta eru nú nafngiftir á sömu hlutina í raun og veru. Það skiptir ekki öllu máli hvað það verður kallað, heldur hver verður grunnur þess,“ sagði Steingrímur.

Steingrímur vildi hins vegar ekki svara því hvort aflaheimildir útgerðanna verði rýrðar eða innkallaðar.

„Nú tjái ég mig ekki um þetta í einstökum efnisatriðum,“ sagði Steingrímur og vísað á Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra.

Jón sagði frumvarpið vera fjölþætta aðgerð sem ekki mætta nefna einu nafni eins og fyrningarleið eða samningaleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×