Innlent

Erilsöm nótt hjá slökkviliðinu

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að klippa ökumann út úr bifreið eftir að hann lenti í umferðaróhappi á Hringbrautinni um klukkan eitt í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins reyndist maðurinn ekki illa slasaður en bifreiðin var talsvert skemmd.

Nóttin var erilsöm hjá slökkviliðinu en seint í gærkvöldi var dælubíll slökkviliðs kallaður út til þess að slökkva eld í bifreið á Miklubrautinni. Um var að ræða lítilsháttar óhapp.

Þá voru þeir kallaðir út vegna elds í ruslageymslu í fjölbýlishúsi á Reynimel í vesturhluta borgarinnar. Það reyndist einnig minniháttartilvik að sögn varðstjóra og fór betur en á horfðist.

Um miðnættið var slökkviliðið svo kallað til Kópavogs. Þar hafði kviknaði í gamalli Benz-bifreið. Bíllinn var verulega illa farinn eftir eldsvoðann. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði en bíllinn var kyrrstæður og mannlaus þegar það kviknaði í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×