Innlent

Dreifðu Fréttablöðum um götur

Fimm hundruð eintök af blaðinu lágu á víð og dreif um götur Kópavogs.
Fimm hundruð eintök af blaðinu lágu á víð og dreif um götur Kópavogs.
Óprúttnir skemmdarvargar rifu upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætluðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu, svo úr varð mikill óþrifnaður.

Lögregla lét Pósthúsið, sem sér um dreifinguna, vita um klukkan fimm í gærmorgun og sendi Pósthúsið rakleiðis menn og bíla á staðinn til að þrífa upp blöðin. Þrifin tóku á fjórðu klukkustund. Blöðin voru úr fimm hverfum, alls um fimm hundruð blöð. Pósthúsið og 365, útgáfufélag Fréttablaðsins, líta málið alvarlegum augum og verður málið væntanlega kært til lögreglu.

Fréttablaðið óskar eftir ábendingum frá hverjum þeim sem kunna að hafa orðið varir við skemmdarverkin í nótt. Eru þeir sem telja sig hugsanlega geta varpað einhverju ljósi á málið beðnir að hafa samband við Pósthúsið, í síma 585 8300. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×