Innlent

Fangar ósáttir við lyftingabann

Andri Ólafsson skrifar
Formaður félags fanga segir að þeir fangar sem nota lyftingarlóðin hvað mest í fangelsum sé einmitt sá hópur sem gangi hvað best að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. Hann gagnrýnir fangelsismálastjóra fyrir að beita róttækum leiðum til að leysa smávægilegt vandamál.

Fram kom í fréttum í gær að fangelsismálayfirvöld hefðu ákveðið að fjarlægja lyftingarlóð úr öllum sex fangelsum landsins þar sem þau óttast að fangar snúi aftur úr fangelsum of massaðir. Þá fylgi lyftingum oft steranotkun og að lyftingartækin hefur verið notuð í slagsmálum. Nú síðast fyrir tveimur vikum.

Þá var einnig nefnd dæmi um fangar hafi komið helmassaðir úr fangelsum og hafið handrukkanir um leið.

Fangi sem rætt var við, sagðist hafa séð menn koma inn á Litla Hraun sem höfðu verið dæmdir fyrir handrukkun. Þeir væru ekki oft miklir að vexti. Það þyrfti meira en reglulega notkun lyftingalóða til þess að handrukka.

Fangar eru vægast afar ósáttir við ákvörðun fangelsismálayfirvalda og ætla að koma á framfæri mótælum sínum. Þeir segja að ef vandamál hefðu skapast af völdum lyftingu hefði verið hægt að setja reglu um umgegni eða skilyrði hana að öðru leyti.

Þeir segja að svona róttæk úrræði bitni á þeim, sem afi reynt að standa sig vel í afplánun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×