Innlent

Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd

Geimtryllir Prometheus er geimtryllir og er Ridley Scott að skoða hvort Ísland henti sem tökustaður fyrir myndina. Myndin skartar Noomi Rapace í aðalhlutverki en hún hóf leikferil sinn í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Geimtryllir Prometheus er geimtryllir og er Ridley Scott að skoða hvort Ísland henti sem tökustaður fyrir myndina. Myndin skartar Noomi Rapace í aðalhlutverki en hún hóf leikferil sinn í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ridley Scott er staddur hér á landi til að skoða heppilega tökustaði fyrir vísindaskáldverkið Prometheus, stórmynd sem innblásin er af kvikmyndinni Alien frá 1979. Tökur á myndinni eru þegar hafnar í Marokkó.

Scott lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærdag á einkaflugvél ásamt hópi framleiðenda. Á flugvellinum tók á móti þeim starfsfólk frá framleiðslufyrirtækinu True North. Hópurinn steig beint upp í þyrlu sem flaug með hann yfir álitlega tökustaði í nágrenninu. Í dag heldur hersingin til Akureyrar, þar sem fleiri tökustaðir verða skoðaðir.

Noomi leikur í myndinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott sýnir Íslandi áhuga því samkvæmt vefsíðunni imdb.com hyggst hann gera kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. Samkvæmt skoskum fréttasíðum stendur til að hefja tökur á myndinni í skosku hálöndunum í ágúst og september á þessu ári. Svo verður farið í aðrar tökur við önnur evrópsk fjallasvæði í október og nóvember og kemur Ísland þá væntanlega til greina í þær tökur.

Ridley Scott er einn af virtustu leikstjórum Hollywood og hefur gert kvikmyndir á borð við Black Hawk Down, American Gangster og Gladiator. Ef Scott ákveður að taka hluta myndarinnar upp hér á landi gæti það þýtt að Noomi Rapace, sem lék Lisbeth Salander í Millennium-þríleiknum, endurnýi kynni sín við Ísland, því hún leikur aðalhlutverkið í Prometheusi.

Rapace átti heima á bóndabæ á Flúðum í barnæsku og lék í sinni fyrstu kvikmynd hér á landi undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar.- fgg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×