Innlent

Mjólkurbíll valt vegna hálku

Bíllinn var farmlaus þar sem ökumaðurinn var á leiðinni að sækja mjólk. Myndin er úr safni.
Bíllinn var farmlaus þar sem ökumaðurinn var á leiðinni að sækja mjólk. Myndin er úr safni. Mynd/Pjetur
Mjólkurflutningabíll valt á leið sinni til Súgandafjarðar snemma í gærmorgun. Ökumaður bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en reyndist ekki alvarlega slasaður.

 

Hálka var á veginum rétt utan við Vestfjarðagöngin þar sem slysið varð í gær og ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. Bíllinn var farmlaus þar sem ökumaðurinn var á leiðinni að sækja mjólk.

 

Brjóta þurfti framrúðu bílsins til þess að ná manninum út. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×