Fótbolti

Totti íhugar að yfirgefa Roma

Totti svekktur eftir að hafa klúðrað víti gegn Juve.
Totti svekktur eftir að hafa klúðrað víti gegn Juve.
Francesco Totti hefur komið öllum í opna skjöldu á Ítalíu með því að viðurkenna að hann íhugi nú að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

Hinn 35 ára gamli Totti hefur verið í herbúðum Roma í heil 19 ár og stuðningsmennirnir sem hafa dýrkað hann og dáð allan tímann virðast vera að snúast gegn honum. Totti hefur mátt þola nokkra gangrýni af þeirra hálfu í vetur.

Totti hefur ekki fengið að spila mikið í vetur og hefur ekki enn tekist að skora. Hann klúðraði víti í jafnteflisleiknum gegn Juventus síðasta mánudag.

"Ég hef verið að hugsa um að yfirgefa Roma. Það hefur sært mig að heyra margt af því sem hefur komið frá stuðningsmönnunum í vetur. Ef þeir vilja ekki hafa mig hérna þá mun ég íhuga alvarlega að yfirgefa félagið," sagði Totti.

Totti lék sinn fyrsta leik fyrir Roma í mars árið 1993. Þá var hann 16 ára. Hann hefur skorað 207 mörk í 481 leik fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×