Birmingham og Tottenham úr leik - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 18:00 Antonio Di Natale og félagar í Udinese komust áfram í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld. Birmingham var 1-0 sigur á Maribor þökk sé sigurmarki Adam Rooney en Club Brugge náði 1-1 jafntefli á móti Braga og tryggði sér ekki bara sæti í 32 liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum. Udinese fór áfram eftir 1-1 jafntefli á móti Celtic og AZ Alkmaar nægði að gera 1-1 jafntefli á móti Metalist Kharkiv. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Rubin Kazan fór því áfram.Úrslit og markaskorarar í kvöld:A-riðill: (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)18.00: PAOK Thessaloniki - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)18.00: Shamrock - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill: (Standard Liege og Hannover fóru áfram)18.00: Hannover-Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)18.00: FCK - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.)C-riðill: (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)18:00 PSV Eindhoven - Rapid Búkarest 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)18:00 Hapoel Tel Aviv - Legia Varsjá 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)H-riðill: (Club Brugge og Braga fóru áfram)20.05: Club Brugge - Braga 1-1 1-0 Björn Vleminckx (50.), 1-1 Ewerton (65.)20.05: Birmingham - NK Maribor 1-0 1-0 Adam Rooney (24.)G-riðill: (Metalist Kharkiv og AZ Alkmaar fóru áfram)20.05: AZ Alkmaar - Metalist Kharkiv 1-1 0-1 Marko Devic (37.), 1-1 Adam Maher (37.)20.05: Austria Vín - Malmö FF 2-0 1-0 Michael Liendl (62.), 2-0 Nacer Barazite (80.)I-riðill: (Atlético Madrid og Udinese fóru áfram)20.05: Atletico Madrid - Stade Rennes 3-1 1-0 Falcao (39.), 2-0 Alvaro Soto Dominguez (43.), 3-0 Arda Turan (79.), 3-1 Georges Mandjeck (86.)20.05: Udinese - Celtic 1-1 0-1 Gary Hooper (29.), 1-1 Antonio Di Natale (45.)Liðin í 32 liða úrslitunum- Úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar - PAOK frá Grikklandi Standard Liege frá Belgíu PSV Eindhoven frá Hollandi Sporting CP frá Portúgal Besiktas frá Tyrklandi Athletic Bilbao frá Spáni Metalist Kharkiv frá Úkraínu Club Brugge frá Belgíu Atlético Madrid frá Spáni Schalke 04 frá Þýskalandi Twente frá Hollandi Anderlecht frá Belgíu Rubin Kazan frá Rússlandi Hannover 96 frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Lazio frá Ítalíu Stoke City frá Englandi Red Bull Salzburg frá Austurríki AZ Alkmaar frá Hollandi Braga frá Portúgal Udinese frá Ítalíu Steaua Búkarest frá Rúmeníu Wisla Krakóv frá Póllandi Lokomotiv Moskva frá Rússlandi- Úr Meistaradeildinni - Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Olympiacos frá Grikklandi Valencia frá Spáni Porto frá Portúgal Ajax frá Hollandi Trabzonspor frá Tyrklandi Viktoria Plzen frá Tékklandi Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld. Birmingham var 1-0 sigur á Maribor þökk sé sigurmarki Adam Rooney en Club Brugge náði 1-1 jafntefli á móti Braga og tryggði sér ekki bara sæti í 32 liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum. Udinese fór áfram eftir 1-1 jafntefli á móti Celtic og AZ Alkmaar nægði að gera 1-1 jafntefli á móti Metalist Kharkiv. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Rubin Kazan fór því áfram.Úrslit og markaskorarar í kvöld:A-riðill: (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)18.00: PAOK Thessaloniki - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)18.00: Shamrock - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill: (Standard Liege og Hannover fóru áfram)18.00: Hannover-Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)18.00: FCK - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.)C-riðill: (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)18:00 PSV Eindhoven - Rapid Búkarest 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)18:00 Hapoel Tel Aviv - Legia Varsjá 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)H-riðill: (Club Brugge og Braga fóru áfram)20.05: Club Brugge - Braga 1-1 1-0 Björn Vleminckx (50.), 1-1 Ewerton (65.)20.05: Birmingham - NK Maribor 1-0 1-0 Adam Rooney (24.)G-riðill: (Metalist Kharkiv og AZ Alkmaar fóru áfram)20.05: AZ Alkmaar - Metalist Kharkiv 1-1 0-1 Marko Devic (37.), 1-1 Adam Maher (37.)20.05: Austria Vín - Malmö FF 2-0 1-0 Michael Liendl (62.), 2-0 Nacer Barazite (80.)I-riðill: (Atlético Madrid og Udinese fóru áfram)20.05: Atletico Madrid - Stade Rennes 3-1 1-0 Falcao (39.), 2-0 Alvaro Soto Dominguez (43.), 3-0 Arda Turan (79.), 3-1 Georges Mandjeck (86.)20.05: Udinese - Celtic 1-1 0-1 Gary Hooper (29.), 1-1 Antonio Di Natale (45.)Liðin í 32 liða úrslitunum- Úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar - PAOK frá Grikklandi Standard Liege frá Belgíu PSV Eindhoven frá Hollandi Sporting CP frá Portúgal Besiktas frá Tyrklandi Athletic Bilbao frá Spáni Metalist Kharkiv frá Úkraínu Club Brugge frá Belgíu Atlético Madrid frá Spáni Schalke 04 frá Þýskalandi Twente frá Hollandi Anderlecht frá Belgíu Rubin Kazan frá Rússlandi Hannover 96 frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Lazio frá Ítalíu Stoke City frá Englandi Red Bull Salzburg frá Austurríki AZ Alkmaar frá Hollandi Braga frá Portúgal Udinese frá Ítalíu Steaua Búkarest frá Rúmeníu Wisla Krakóv frá Póllandi Lokomotiv Moskva frá Rússlandi- Úr Meistaradeildinni - Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Olympiacos frá Grikklandi Valencia frá Spáni Porto frá Portúgal Ajax frá Hollandi Trabzonspor frá Tyrklandi Viktoria Plzen frá Tékklandi
Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira