AC Milan hefur gengið frá kaupum á hollenska vængmanninum Urby Emanuelsson frá Ajax. Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við ítalska stórveldið eftir að hafa dvalið í sex ár hjá Ajax.
Kaupverð er ekki gefið upp en Emanuelsson átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Ajax. Þessi 24 ára leikmaður getur leikið bæði sem bakvörður og vinstri vængmaður. Hann hefur á að baki 13 landsleiki með Hollandi.