Fótbolti

Napoli í annað sætið á Ítalíu – Nær Milan fjögurra stiga forskoti?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Edinson Cavani hefur skorað 13 mörk í ítölsku deildinni.
Edinson Cavani hefur skorað 13 mörk í ítölsku deildinni. Getty Images
Hið fórna ítalska knattspyrnufélag, Napoli, í harðri baráttu um meistaratitilinn í ítölsku A-deildinni. Napoli vann góðan útisigur á Bari í dag, 0-2, og voru það Ezequiel Lavezzi og Edinson Cavani sem sáu um markaskor. Napoli er nú í 2. sæti deilarinnar með 40 stig.

Lazio missteig sig í toppbaráttunni eftir tap gegn Bologna á útivelli í dag. AC Milan getur náð fjögurra stiga forystu í deildinni með að leggja Cesena af velli í kvöld.

Úrslit dagsins í enska boltanum:

Udinese 3-1 Inter Milan

Bari 0-2 Napoli

Bologna 3-1 Lazio

Chievo 0-0 Genoa

Fiorentina 1-1 Lecce

Sampdoria 0-0 Juventus

Staðan efstu liða í ítölsku deildinni:

1. Milan 41 stig

2. Napoli 40

3. Roma 38

4. Lazio 37

5. Inter 35

6. Juventus 35






Fleiri fréttir

Sjá meira


×