Innlent

Keyrði á Shell-skálann á Eskifirði

salome@365.is skrifar
Mynd/Kristbjörg
Ung stúlka missti stjórn á bíl sínum fyrir utan Shell-skálann á Eskifirði um sexleytið í gær og fór ekki betur en svo að bíllinn klessti á húsið. Einar Björnsson, eigandi rekstursins, segir tjónið töluvert þar sem bæði sé um að ræða skemmdir á vörum og húsinu sjálfu.

Engin slys urðu á fólki en aðeins einn viðskiptavinur var í skálanum þegar óhappið átti sér stað. Ingibjörg Stefánsdóttir, afgreiðslustúlka í skálanum, segir að sér hafi vissulega brugðið mikið þegar bíllinn skall á skálanum en hún telur að óhappið hafi orsakast af einföldum mistökum: "Það vara bara eitthvað óvart slys hjá henni. Ég held það hafi verið bensíngjöfin í stað bremsu en ég samt þori ekki að segja neitt meira um það."

Einar segir að það hafi kostað mikla vinnu að koma skálanum í það ástand að hægt væri að opna hann aftur, en það hafi tekist þökk sé hjálpsömu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×