Innlent

Leitar að bíl sem týndist á hálendinu

salome@365.is skrifar
Hér má sjá mynd af bílnum, steingráum Subaru Forrester með númerið DS B11
Hér má sjá mynd af bílnum, steingráum Subaru Forrester með númerið DS B11 Mynd/Einar
Sjómaðurinn, knattspyrnumaðurinn og prentarinn Einar Hjörleifsson leitar nú að bíl móður sinnar, sem týndist á hálendinu fyrir tæpum þremur vikum síðan.

Um er að ræða steingráan Subaru Forrester með númerið DS B11 og telur Einar það líklegt að bíllinn leynist einhvers staðar á svæðinu milli Uxahryggja og Kjalavegar, þó ökumaðurinn sem festi bílinn geti ekki sagt til um það með vissu.

Það var bróðir Einars sem fór á bílnum að skoða Gullfoss og Geysi, en þaðan hélt hann í frekari ævintýri sem fóru ekki betur en svo að bíllinn festist á ókunnum stað. "Þegar hann festi bílinn datt honum ekkert annað í hug en að fara að labba og hann labbaði í rúman sólarhring. Hann villtist og veit ekkert hvar hann var." segir Einar en ekkert hefur sést til bílsins síðan þá.

Einar vonast til þess að einhverjir sem leið hafa átt um hálendið hafi komið auga á bílinn og biður hann alla þá sem kynnu að geta veitt honum upplýsingar um staðsetningu bílsins að láta lögreglu eða hálendisgæslu vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×