Innlent

Íslendingar sækja enn til Norðurlanda

Íslendingum fjölgaði hratt á síðustu öld og á fyrstu árum 21. aldar.
Íslendingum fjölgaði hratt á síðustu öld og á fyrstu árum 21. aldar.
Samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta á 2. ársfjórðungi þessa árs. 360 þeirra voru einstaklingar með íslenskt ríkisfang en 180 voru erlendir ríkisborgarar. Af þeim 980 Íslendingum sem fluttu af landi brott fóru 680 til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar.

Á ársfjórðungnum fæddust 1.130 börn á meðan 470 einstaklingar létust, en fjöldi brottfluttra virðist hinsvegar halda aftur af fólksfjölgun. Árið 2009 bjuggu flestir á Íslandi, eða 319.368 manns, og hafði þá fólksfjöldinn á Íslandi farið stöðugt hækkandi frá árinu 1888.

Í lok 2. árfjórðungs þessa árs bjuggu 319.180 manns á landinu.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 380 manns á 2. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 680 íslenskir ríkisborgarar af 980 alls. Af þeim 800 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 280 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar voru frá Danmörku (270), Noregi (120) og Svíþjóð (80), samtals 470 manns af 620. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 170 af alls 620 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst en þaðan fluttust 40 erlendir ríkisborgarar til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×