Innlent

Loka þurfti Bolungarvíkurgöngum vegna reyks

Óshlíð. Ökumenn þurfa ekki lengur að aka um hina víðfrægu Óshlíð til að komast til og frá Bolungarvík. Opnað var fyrir umferð um Bolungarvíkurgöng haustið 2010.
Óshlíð. Ökumenn þurfa ekki lengur að aka um hina víðfrægu Óshlíð til að komast til og frá Bolungarvík. Opnað var fyrir umferð um Bolungarvíkurgöng haustið 2010.
Lögreglan á Ísafirði lokaði Bolungarvíkurgöngum í skyndingu í gærkvöldi eftir að vegfarendur þar tilkynntu Neyðarlínunni um eld og reyk í göngunum. Vegfarendurnir komust út og varð ekki meint af nema hvað þeim var illa brugðið.

Við rannsókn kom í ljós að kveikt hafði verið í tveimur stórum neyðarblysum sem gáfu frá sér mikinn reyk og rauðan loga. Göngin voru opnuð aftur þegar blásar í þeim höfðu hreinsað loftið og leitar lögregla nú þeirra sem þetta gerðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×