Innlent

Bílstjórar mega ekki ofmeta eigin hæfni

Umferðin var nokkuð þung í morgun og Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu brýnir fyrir fólki að ofmeta ekki eigin hæfni við skyndilega snjókomu eins og síðustu daga.

Einar segir að þar sem þetta sé ekki í fyrsta skipti sem mikil snjókoma

er á höfuðborgarsvæðinu þá séu fáir sem ekki eru á góðum hjólbörðum en ítrekar mikilvægi þess að láta tékka á loftþrýstingi og ástandi dekkja

þar sem það getur skipt miklu máli.

,,Fólk má ekki vera feimið við að viðurkenna þegar aðstæður í umferðinni verða þeim ofviða og gera þá aðrar ráðstafanir og nýta sér til dæmis almenningssamgöngur."

Einar Magnús segir að þar sem færðin hefur verið góð almennt í vetur á höfuðborgarsvæðinu sé fólk ekki vant því að takast á við erfiðar aðstæður.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×