Erlent

Óttast um dýralíf vegna skipsstrandsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Olíumengaðir fuglar. Mynd/ afp.
Olíumengaðir fuglar. Mynd/ afp.
„Óttast um dýralífið í náttúruparadís," er fyrirsögn á frétt sem birtist á vef Aftenposten nú undir kvöld. Í fréttinni segir að norskar stofnanir á sviði náttúru- og umhverfisverndar hafi rannsakað ströndina í nágrenni við staðinn þar sem Goðafoss strandaði. Hingað til höfum við fundið tíu dauða fugla, en það eru mun fleiri fuglar sem hafa komist í tæri við olíu," segir Per Olav Pettersen, hjá IUA sem er norsk stofnun sem berst gegn umhverfismengun, í samtali við Aftenposten.

Eins og fram hefur komið er töluverður ís á svæðinu þar sem Goðafoss strandaði á fimmtudaginn. Það hefur kosti í för með sér því að olían smýgur ekki framhjá ísnum og lokast þannig inni. Þetta gerir það að verkum að það getur verið auðveldara að hreinsa upp olíuna. Á hinn bóginn þola fuglar síður olíu í miklum kulda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×