Erlent

Strauss-Kahn flytur nær dómshúsinu

Strauss-Kahn bíður réttarhalda vegna ákæru um tilraun til nauðgunar.
Strauss-Kahn bíður réttarhalda vegna ákæru um tilraun til nauðgunar.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðargjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hefur verið fluttur úr stofufangelsi sínu á Manhattan í New York yfir í annað húsnæði, sem er aðeins í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá dómshúsinu, þar sem réttað er yfir honum.

Strauss-Kahn er í stofufangelsi eftir að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar.

Hann þurfti að inna af hendi eina milljón dollara í tryggingu til þess að endurheimta takmarkað frelsi sitt. Kahn, sem er á sjötugsaldri, neitar ásökununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×