Fótbolti

Bjarni Þór hefur engan áhuga á því að fara til Noregs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson var orðaður við norska liðið Viking í norskum fjölmiðlum í dag en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur fyrirliði 21 árs landsliðsins engan áhuga á því að fara til Noregs og vill halda áfram að spila í Belgíu.

Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðssson spila með Viking-liðinu í norsku úrvalsdeildinni og þar af fleiri íslenskir knattspyrnumenn spilað í gegnum tíðina, þeir Stefán Gíslason og Ríkharður Daðason.

Bjarni Þór ætlar sér að klára samning sinn hjá belgíska liðuinu KV Mechelen en hann rennur út í lok júní árið 2013. Hann var áður hjá Roeselare í Belgíu og þar á undan hjá Twente í Hollandi þar sem að hann fékk fá tækifæri.

Bjarni Þór hefur spilaði þrettán leiki með KV Mechelen í belgísku deildinni á þessu tímabil þar af hefur hann komið inn á sem varamaður í tólf leikjanna. Hann hefur skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í 7-0 sigri á KRC Waregem í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×