Erlent

Ratko Mladic handtekinn - eftirlýstur fyrir þjóðarmorð

Ratko Mladic.
Ratko Mladic.
Serbneski hershöfðinginn Ratko Mladic hefur verið handtekinn í heimalandi sínu. Serbnesk útvarpsstöð greindi fyrst frá þessu í morgun en Boris Tadic forseti Serbíu tilkynnti þetta á blaðamannafundi rétt í þessu. Mladic hefur í mörg ár verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu stríðinu.

Mladic var yfirmaður serbneska hersins í Bosníu stríðinu og heyrði beint undir leiðtogann Radovan Karadzic sem var handtekinn í Belgrad árið 2008. Mladic var ákærður af stríðsglæpadómstólnum í Haag fyrir fjöldamorð á að minnsta kosti 7500 múslimskum mönnum og drengjum í bænum Srebrenica árið 1995.

Hershöfðinginn gat um frjálst höfuð strokið fyrstu árin eftir stríðið en hann lét sig hverfa þegar fyrrverandi forseti Júgóslavíu Slobodan Milosevic var handtekinn árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×