Erlent

Obama ávarpaði breska þingið

Barack Obama.
Barack Obama.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði breska þingið í gær. Hann lagði áherslu á frið og virðingu fyrir öðrum menningarsvæðum.

Obama er fyrstu forseti Bandaríkjanna sem ávarpar breska þingið. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á að Bretar og Bandaríkjamenn gætu orðið leiðandi í að koma á friði og berjast gegn kúgun.

Forsetinn gerði meðal annars lýðræðisbyltingarnar í Mið-Austurlöndum að umtalsefni og kallaði þær arabíska vorið. Hann sagði það sýna að vestrið og Mið-Austurlönd ættu ekki lengur í hugmyndafræðilegum árekstrum, lýðræði væri vilji beggja heimshlutanna.

Þá segja breskir fréttaskýrendur að Obama hefði fjarlægt sig frá forvera sínum, Georg W. Bush, þegar hann sagði þjóðirnar tvær þyrftu að nálgast þennan heimshluta með auðmýkt og þekkingu að vopni. Hann sagði breytingarnar verða að vera knúnar af fólkinu sjálfu.

Obama gerði ástandið í Líbíu einnig að umtalsefni. Hann sagði það viðbúið að þau átök myndu dragast á langinn og þar væri ekkert sem héti skyndilausnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×