Erlent

Hundruð manna látnir eftir skýstróka í Bandaríkjunum

Eyðileggingin í Joplin er gífurleg.
Eyðileggingin í Joplin er gífurleg.
Alls fórust 14 í skýstrókunum sem gengu yfir Oklahoma-ríki í gær og bætast þar við þá 120 sem hafa látist á örskömmum tíma í skýstrókum í Bandaríkjunum.

Hátt í fimm hundruð manns hafa farist í vegna skýstróka í Bandaríkjunum á einum mánuði en auk þess að bærinn Joplin í Missouri hafi orðið illa út úr strókunum þá létust um 350 manns fyrir um mánuði í óveðri í suður-bandaríkjunum í apríl.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsækir hamfarasvæðið á sunnudaginn næsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×