Erlent

Pakistanar vilja bandaríska hermenn burt af ótta við hefndaraðgerðir

Vígreifir Talibanar.
Vígreifir Talibanar.
Pakistönsk yfirvöld hafa óskað eftir því að bandaríski herinn fækki liðsmönnum sínum í landinu en alls eru 200 bandarískir hermenn í landinu.

Ástæðan er gríðarlegur órói eftir að sérsveit bandaríska flotans felldi hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í byrjun mánaðarins.

Mannskæðar árásir Talibana og Al-kaída liða hafa sett pakistanska samfélagið  úr skorðum undanfarið en reiði hryðjuverkasamtakanna virðist bitna að mestu á Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×