Innlent

Starfsmenn Kvikmyndaskólans boða til sáttafundar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Fréttablaðið/gva
Eftir að starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu frá sér sáttartillögu síðastliðinn miðvikudag hafa þeir lítið heyrt frá Menntamálaráðuneytinu. Stjórn Kvikmyndaskólans hefur hins vegar lýst sig reiðubúna til að fara yfir tillögur þeirra. Til þess að fylgja málinu eftir hafa starfsmenn skólans boðað deiluaðilana á sáttarfund, í stað þess að sitja með hendur í skauti og horfa á dagana „brenna upp".

Starfsmenn skólans segja sáttatillögu þeirra hafa verið lagða fram í von um að „deiluaðilar tækju boltann á lofti". Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. Þegar starfsmenn hafi svo hringt upp í Menntamálaráðuneyti til ítrekunar hafi þeim verið tjáð að þar væru allir uppteknir. Starfsfólk ráðuneytisins lofaði að hringja til baka, sem það svo gerði ekki.

Sáttafundurinn á að fara fram, með jákvæðni að leiðarljósi, næstkomandi þriðjudag, 6. september 2011 kl. 14:00 í Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.


Tengdar fréttir

Sáttatillaga starfsmanna Kvikmyndaskólans

Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu í kvöld frá sér sáttatillögu. Meðal annars er lagt til að skólinn lækki beiðni sína um árlega fjárveitingu frá ríkinu, að skólagjöld verði hækkuð og nemendum og deildum fækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×