Innlent

Þráinn stöðvaði afgreiðslu stjórnarfrumvarps

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.
Ekki var meirihluti fyrir því að afgreiða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á Stjórnarráðsins á fundi allsherjarnefndar í morgun. Atkvæði Þráins Bertelssonar réð úrslitum.

Mikið hefur verið unnið að nýju stjórnarfrumvarpi um endurskoðun á lögum um stjórnarráðið undanfarna daga að sögn Róberts Marshall formanns allsherjarnefndar.

Áætlað var að klára frumvarpið í nefnd í dag fyrir þingfund.

Það tókst hins vegar ekki en við atkvæðagreiðslu um frumvarpið greiddi Þráinn Bertelsson þingmaður Vinstri Grænna atkvæði gegn frumvarpinu og því ekki hægt að afgreiða það út úr nefndinni. Róbert segir í samtali við fréttastofu að smávægileg atriði hafi valdið því að ekki náðist sátt um frumvarpið.

Meðal ágreiningsefna er hvort hafa eigi hljóðupptökur af fundargerðum ríkisstjórnarinnar eða ekki. Boðað hefur verið til  fundar í allsherjarnefnd á mánudag þar sem Róbert vonast til að hægt verði að klára afgreiðslu frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×