Innlent

Hættir á þingi til að læra siðfræði

Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt flokksbróður sínum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt flokksbróður sínum.
„Þetta er ákvörðun sem er tekin af mjög vandlega hugsuðu máli," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku. Spurð hvað komi til segist hún hafa verið að bræða með sér hugmyndina í nokkurn tíma.

„Ég er búin að vera á þingi í tólf ár. Mig langar að breyta til, enda ætlaði ég aldrei að gera þingmennsku að ævistarfi mínu," segir Þórunn sem hefur nám í heimspeki og siðfræði í Háskóla Íslands á næstu dögum. Hún hefur því skráð sig í skólann í sumar.

Spurð hvort hún sé sátt við Samfylkinguna svarar Þórunn: „Afar sátt."

Þórunn segist ekki hætt afskiptum af stjórnmálum þó hún sé hætt á þingi. Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, tekur sæti Þórunnar að óbreyttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×