Innlent

Svifryk yfir borginni

Mynd úr safni.
Svifryk á Reykjavíkursvæðinu hefur seinnipartinn í dag verið yfir heilsuverndarmörkum. Hvorki er um að ræða öskufok né umferðarmengun, heldur fýkur sandur og þurr leir af svæðum við Langjökul og yfir borgina. Þeir sem hafa viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til þessa.

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands ætla að vind lægi á morgun og þar með ætti fokið að minnka.

Þó mistur hafi verið yfir borginni um helgina fór styrkur svifryks ekki yfir heilsuverndarmörk, en þau eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×