Innlent

Færa Norðmönnum afmælisgjöf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem mun afhenda gjöfina.
Það er Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem mun afhenda gjöfina. Mynd/ Arnþór.
Á fimmtudaginn verður norsku þjóðinni afhent fyrsta eintak sérstakrar hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun afhenda ritið á málþingi sem sendiráð Íslands efnir til í samstarfi við Oslóarháskóla og er það menningarmálaráðherra Noregs, Anniken Huitfeldt sem veitir ritinu viðtöku. Á málþinginu munu m.a. íslenskir og norskir fræðimenn fjalla um konungasögurnar. Árið 2005 var 100 ára afmæli konungdæmis í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×