Innlent

Kostar allt að 100 milljónum að fjölga aðstoðarmönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölgun aðstoðarmanna ráðherra kostar 100 milljónir. Mynd/ GVA.
Fjölgun aðstoðarmanna ráðherra kostar 100 milljónir. Mynd/ GVA.
Það kostar allt að 100 milljónum á ári að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eins og frumvarp um stjórnarráðið, sem nú er til umræðu á Alþingi, gerir ráð fyrir. Þetta er í það minnsta mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í umsögn með frumvarpinu.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra veðri heimilt að ráða einn aðstoðarmann og einn ráðgjafa í hvert ráðuneyti í stað eins aðstoðarmanns eins og verið hefur. Fjármálaráðuneytið bendir þó á að heimild til að fjölga aðstoðarmönnunum muni ekki taka gildi fyrr en að afstöðnum næstu alþingiskosningum vegna þröngrar stöðu í ríkisfjármálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×