Innlent

Drukkinn maður kveikir í fangaklefa

Mynd úr safni
Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili.

Maðurinn var handtekinn um sex leytið í dag ásamt félaga sínum í miðbæ Reykjavíkur í dag. Þeir voru ölvaðir, létu ófriðlega og voru leiðinlegir við börn. Þeir voru mjög erfiðir viðureignar þegar þeir voru fluttir á lögreglustöðina.

Annar þeirra bætti svo um betur og kveikti í dýnu í fangaklefa sínum um hálf tíu í kvöld. Hann var fluttur í nýjan fangaklefa, enda sá fyrri ónýtur. Þar fyrir utan olli eldsvoðinn ekki miklum skaða.

Þrátt fyrir að lögreglan leiti að öllum sem vistaðir eru í fangaklefum tókst manninum að smygla með sér kveikjara inn. Lögreglan telur að kveikjarann hafi hann geymt í sokknum sínum, undir ilinni.

Fangavörður á vakt hafði tekið eftir eldsvoðanum áður en viðvörunarkerfi fór í gang. Því var hægt að koma manninum út úr klefanum með það sama, sem betur fer, enda fyllast litlir fangaklefar af reyk mjög hratt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×