Innlent

Vegagerðin kannar umferðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vegagerðin kannar umferð.
Vegagerðin kannar umferð. Mynd/ GVA.
Vegagerðin áformar að standa fyrir umferðarkönnun á vegamótum Hringvegar og Reykjabrautar næsta fimmtudag og næsta laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til átta að kvöldi.

Úr könnuninni fást meðal annars upplýsingar um aksturserindi, samsetningu umferðar og tíðni ferða milli einstakra staða og svæða, sem nýtast munu við almenna áætlanagerð.

Framkvæmd umferðarkönnunarinnar verður með þeim hætti að allar bifreiðir, sem koma að könnunarstaðnum, verða stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vonast sé til að vegfarendur, sem leið eigi um könnunarstaðinn, taki starfsmönnum Vegagerðarinnar vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×