Innlent

Starfsmönnum fjölgar en stöðugildum fækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Háskólatorgi í Háskóla Íslands.
Frá Háskólatorgi í Háskóla Íslands.
Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fjölgaði um 119 í fyrra, eða um 2,9% en stöðugildum þeirra fækkaði hins vegar um 30, eða 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Starfsmenn í skólum á háskólastigi voru 3.042 í 2.255 stöðugildum skólaárið 2010-2011. Í þessum tölum eru allir starfsmenn taldir, jafnt þeir sem sinna kennslu sem og öðrum störfum. Starfsmenn sem sinntu kennslu voru 2.128 í 1.355 stöðugildum.

Fleiri starfsmenn koma að kennslu nú en fyrir ári, eða 178, sem er8,9% fjölgun, á meðan stöðugildum starfsmanna við kennslu fjölgar einungis um 14. Konur eru 54,2% starfsmanna skóla á háskólastigi í 52,9% stöðugilda.

Fjölgun starfsmanna er nánast öll meðal starfsmanna sem vinna minna en hálft stöðugildi. Kennurum í minna en hálfu stöðugildi fjölgar um 181 á milli ára, sem er 24,3% fjölgun, en á sama tíma fækkar kennurum um 25 sem eru í fullu starfi eða meira, sem er 3,0% fækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×