Innlent

Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar

Vigdís Hauksdóttir vill draga umsóknina til baka.
Vigdís Hauksdóttir vill draga umsóknina til baka.
Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli.

Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að rúm 63 prósent landsmanna vilja halda viðræðunum áfram en 36,6 prósent vilja draga aðildarumsóknina til baka.

Hringt var í átta hundruð manns og tóku 87,5% aðspurðra afstöðu.

Vigdís Hauksdóttir er ein þeirra þingmanna sem vill draga umsóknina til baka.

Vigdís segir að kannanir séu fyrst orðnar marktækar þegar úrtakið sé 1200 manns eða meira, og því sé lítið að marka niðurstöðuna.

Sjálf hefur Vigdís lagt fram tillögu um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram, en tillagan hefur ekki enn farið fyrir þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×