Innlent

Kannabisræktandi með skammbyssu á skilorð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd/ Hari.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd/ Hari.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þrítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með skammbyssu á heimili sínu í leyfisleysi og fyrir kannabisræktun. Skammbyssan, sem fannst á dvalarstað mannsins, var af gerðinni Parabellum. Hún var geymd í skúffu í kommóðu sem var í svefnherbergi íbúðarinnar.

Þá fundust um 1,2 kíló af kannabislaufum við húsleit hjá manninum og um 360 grömm af maríjúana. Maðurinn játaði brot sín fyrir héraðsdómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að manninum var ekki gefið að sök að hafa ætlað fíkniefnin til sölu eða dreifingar samkvæmt ákæru. Þá var litið til þess að maðurinn hafi tekið sig á eftir að hann framdi brot sín og farið í meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×