Erlent

Uppreisnarmenn hraktir burt

Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu.

Amr Moussa, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði mikilvægt að Sameinuðu þjóðirnar komi sér saman um flugbann til að koma í veg fyrir frekari ofbeldisverk einræðisstjórnar Gaddafís.

Ráðherrar aðildarríkja bæði Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins funduð um borgarastyrjöldina í Líbíu í síðustu viku en gátu ekki komið sér saman um aðgerðir til stuðnings baráttu uppreisnarmanna gegn herjum Gaddafís. Bretar og Frakkar voru þeir einu sem kröfðust hertra aðgerða á borð við vopnasölu- og flugbann og útilokuðu ekki hernaðaríhlutun. Í netútgáfu breska dagblaðsins Financial Times í gær var haft eftir Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um helgina að mögulegt væri að setja á flugbann yfir Líbíu. Ekki sé víst að það skili tilætluðum árangri.

Hermenn hliðhollir einræðisstjórn Gaddafís sóttu í sig veðrið um helgina og beittu skriðdrekum og öðrum stórum vopnum gegn uppreisnarmönnum. Uppreisnarmenn hröktust frá hafnarbænum Ras Lanuf um helgina og olíubænum Brega í gær.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×