Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur Hlynur Bæringsson skrifar 19. maí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur. Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur.
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira