Innlent

Húðlæknir vill banna viðvaningum að nota Bótox

Hrukkurnar sléttar.
Hrukkurnar sléttar.
Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson vill banna fólki sem er ekki læknisfræðilega menntað að selja aðgerðir þar sem vöðvaslakandi efnum er sprautað undir húð fólks, eins og bótoxi. Þetta kom fram í viðtali við Baldur Tuma í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Hann segir fólk hafa leitað aðstoðar vegna fylgikvilla sem þeir hlutu við slíkar aðgerðir. Ef sá sem stendur að aðgerðinni er ekkii tryggður með viðeigandi hætti, þá er ljóst að þeir sem skaðast fá aldrei neinar bætur fyrir.

Vísir greindi frá því í mars síðastliðnum að erlend kona búsett á Íslandi, byði upp á bótox-meðferðir á heimili sínu í Kópavogi. Hún flutti efnið inn frá Úkraínu. Það var DV sem fyrst greindi frá máli konunnar.

Þá varaði Landlæknir við því að fólk færi í slíkar fegrunaraðgerðir á heimili fólks. Þá ákvað lögreglan einnig að rannsaka mál konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×