Formúla 1

Sebastian Vettel vann kappaksturinn í Monza

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sebastian Vettel fagnar hér sigrinum í dag.
Sebastian Vettel fagnar hér sigrinum í dag. Mynd. / Getty Images
Sebastian Vettel, Reb Bull, kom fyrstu í mark í Formúli 1 kappakstrinum í Monza á Ítalíu í dag, en hann færist óðum nær heimsmeistaratitli ökumanna.

Fernando Alonso, Ferrari, tók forystuna í upphafi kappakstursins eftir að hafa náð frábæru starti. Vettel náði síðar að taka framúr Alonso og hélt þeirri forystu til enda.

Jenson Button, McLaren, náði á endasprettinum að krækja í annað sætið og Alonso varð því að sætta sig við að koma þriðji í mark.Bretinn, Lewis Hamilton, varð fjórði í kappakstrinum.

Vettel hefur 112 stiga forystu á Fernando Alonso sem þýðir að hann getur fræðilega tryggt sér heimsmeistaratitilinn á næsta móti sem fram fer í Singapore eftir tvær vikur.

Staðan í stigakeppni ökumanna:

1. Sebastian Vettel - RBR-Renault         284

2. Fernando Alonso - Ferrari                 172

3. Jenson Button - McLaren-Mercedes   167

4. Mark Webber - RBR-Renault              167

5. Lewis Hamilton - McLaren-Mercedes   158

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×