Erlent

David Beckham hjálpaði tveggja barna föður

David Beckham hjálpaði Paul Long og börnum út úr hættulegum aðstæðum.
David Beckham hjálpaði Paul Long og börnum út úr hættulegum aðstæðum.
Tveggja barna föður brá heldur betur í brún þegar að maðurinn sem hjálpaði honum, eftir að bíllinn hans bilaði, var enginn annar en David Beckham. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu," segir maðurinn.

Maðurinn var að skutla börnum sínum í skólann þegar að bíllinn hans skyndilega bilaði á hringtorgi í Hertfordshire-sýslu á Bretlandi í dag.

Maðurinn, Paul Long, segir að fyrrum landsliðsfyrirliði Englands hafi verið fyrsti maðurinn sem stoppaði og veitti honum hjálparhönd með Nissan Primera bíl sinn.

„Hann spurði hvort allt væri ekki lagi og ýtti bílnum út í kant þar sem hann var öruggur fyrir umferðinni," segir Paul. „Við vorum búin að vera föst í um tíu mínútur á hættulegu hringtorgi. Loksins sá ég bíl stöðva og mann í hettupeysu koma," segir Paul.

Þegar maðurinn nálgaðist ennfrekar áttaði Paul sig á því að þetta var enginn annar en David Beckham. „Ósjálfrátt sagði ég: Þú ert David Beckham."

Þegar knattspyrnustjarnan hafði ýtt bílnum út í kant sagði Paul: „David Beckham, ég elska þig félagi. Hann hjálpaði okkur út úr erfiðum aðstæðum, þetta hefði getað endað verr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×