Innlent

Nýtur hlutfallslega mests stuðnings meðal framsóknarmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur töluverðs stuðnings útfyrir raðir Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur töluverðs stuðnings útfyrir raðir Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, nýtur hlutfallslega mests stuðnings á meðal kjósenda Framsóknarflokksins.

Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í gær sýndi könnun sem Capacent gerði í byrjun júlí að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur langmest fylgi á meðal þeirra sem helst hafa verið nefndir sem formenn Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður til formanns á landsfundi flokksins þriðju helgina i nóvember.

Það er athyglisvert að rýna í fylgistölur og bera þær saman við svör manna um það hvaða flokk svarendur segja að þeir myndu kjósa. Samkvæmt tölunum segjast 51% sjálfstæðismanna vilja sjá Hönnu Birnu sem formann. 59% þeirra sem segja að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn segjast helst vilja sjá Hönnu Birnu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, 29% þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna og 24% þeirra sem segjast myndu kjósa VG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×