Innlent

Tölvuþrjótar réðust á tölvukerfi Bændasamtakana

"Menn eru eflaust bara að skemma sér,“ segir Hörður Kristjánsson um árásirnar á tölvukerfið Bændasamtakana.
"Menn eru eflaust bara að skemma sér,“ segir Hörður Kristjánsson um árásirnar á tölvukerfið Bændasamtakana. Skjáskot af heimasíðu Bændablaðsins
„Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu," segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, en tölvuþrjótar hafa gert ítrekaðar árásir á tölvukerfi Bændasamtaka Íslands á undanförnum dögum. Það hefur valdið truflunum á netsambandi samtakana og þar með vefsíðu Bændablaðsins.

Hörður segir að ekki sé vitað hvaðan árásirnar koma. „Nei, það er mjög erfitt að segja til um það, menn hakka sig inn í tölvur hvar sem er í heiminum og það er mjög erfitt að rekja það," segir hann en tæknimenn vinna nú að því að koma kerfinu í eðlilegt horf.

Hann segist ekki vita hver ástæðan fyrir árásunum sé. „Menn eru eflaust bara að skemma sér," segir hann. Aðspurður hvort að aðildarviðræður að Evrópusambandinu gætu hugsanlega verið ástæðan segir Hörður ekki vilja tjá sig um það en eins og kunnugt er Bændasamtökin andvíg inngöngu landsins að sambandinu.

Hann segir að tölvukerfið samtakana sé stórt og það detti út í gríð og erg. Það hefur áhrif á bændur um allt land sem hafa aðgang að gríðarlega stórum gagnagrunni. „Menn nota þetta mikið," segir Hörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×