Innlent

Flugmenn settust á sáttafund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrir fundinum.  Mynd/ Stefán.
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrir fundinum. Mynd/ Stefán.
Samningafundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hófst hjá Ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti fundur í deilunni eftir að samningur sem þessir aðilar gerðu á dögunum var felldur í atkvæðagreiðslu fyrr í vikunni.

„Þetta er fyrsti fundurinn eftir að samningurinn var felldur þannig að við vitum ekkert hvernig staðan er,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×