Erlent

Kveiktu í trjám og lokuðu vegi

Mótmælendur í kaíró Þúsundir hunsa viðvaranir varaforsetans.
nordicphotos/AFP
Mótmælendur í kaíró Þúsundir hunsa viðvaranir varaforsetans. nordicphotos/AFP
Nærri tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi í Kaíró í gær, á sextánda degi mótmælanna gegn Hosni Mubarak forseta og stjórn hans, þrátt fyrir hótanir Ómars Suleimans varaforseta um að mótmælin verði ekki liðin miklu lengur.

Nokkur harka færðist í mótmælin sums staðar í Egyptalandi í gær. Þúsundir bænda kveiktu í trjám og notuðu þau sem vegatálma í héraðinu Assiut, og lokuðu þannig leiðinni til Kaíró.

Hundruð manna í fátækrahverfum í Port Said kveiktu í húsi héraðsstjórans þar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×