Tiger minnti á sig með góðum hring Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. mars 2011 20:10 Tiger Woods lék vel í dag Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. Þetta er besti hringur Woods í nokkra mánuði en hann lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. Hann lyfti sér um leið upp í 12. sæti í mótinu þegar keppni er ennþá í gangi. Lítið hefur gengið hjá Woods eftir að upp komst um erfiðleika hans í einkalífinu. Að auki hefur hann verið að breyta golfsveiflu sinni og hefur honum gengið illa að fóta sig á golfvellinum að undanförnu. Árangur hans í mótinu er sá besti í ár en þetta er þriðja mótið sem hann leikur í á árinu. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. Þetta er besti hringur Woods í nokkra mánuði en hann lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. Hann lyfti sér um leið upp í 12. sæti í mótinu þegar keppni er ennþá í gangi. Lítið hefur gengið hjá Woods eftir að upp komst um erfiðleika hans í einkalífinu. Að auki hefur hann verið að breyta golfsveiflu sinni og hefur honum gengið illa að fóta sig á golfvellinum að undanförnu. Árangur hans í mótinu er sá besti í ár en þetta er þriðja mótið sem hann leikur í á árinu.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira