Erlent

Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann

Uppreisnarmenn í Libýu.
Uppreisnarmenn í Libýu. Mynd/AP
Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti.

Arababandalagið hefur einnig viðurkennt forystu uppreisnarmanna sem réttmæta ríkisstjórn landsins. Yfirvöld Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkja tóku ekki afdráttalausa afstöðu með flugbanni eftir fundahöld í gærdag. Bandaríkjamenn lýstu þó yfir stuðningi við beiðni Arababandalagsins að fundi þess loknum og sögðu hana mikilvægt skref, en ekkert liggur fyrir um framhaldið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki útilokað að Öryggisráðið fundi til að kjósa um flugbann yfir Libýu um helgina, en það er þó talið ólíklegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×