Fótbolti

Bale: Munum gefa allt í Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham, segir að það sé engin ástæða fyrir liðið að halda bara ótrautt áfram í Meistaradeild Evrópu.

Tottenham komst í fjórðungsúrslitin eftir 1-0 samanlagðan sigur á AC Milan, toppliði ítölsku úrvalsdeildarinnar, í 16-liða úrslitunum.

Liðinu hefur gengið vel í keppninni í vetur og vann góða sigra í riðlakeppninni, til dæmis gegn Inter, Twente og Werder Bremen.

„Okkur hefur gengið mjög vel í Meistaradeildinni og við viljum halda áfram á þessu skriði," sagði Bale við enska fjölmiðla.

„Þetta er rosaleg keppni og ekki hægt að komast hærra með félagsliði og það vilja allir komast í þessa keppni. Þetta er besti vettvangurinn til að bæta sig sem knattspyrnumaður," sagði Bale enn fremur.

Hann segir þó að leikmenn liðsins ætli ekki að fara fram úr sér.

„Það var frábært að komast áfram og við eigum skilið að vera þar sem við erum. Við munum áfram gefa allt sem við eigum, sama hverjum við mætum næst."

„Við munum taka eitt skref í einu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×