Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti" SB skrifar 20. janúar 2011 14:15 Beðið fyrir utan réttarsal. „Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu." Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu."
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira