Innlent

Ung kona brenndist við að kveikja á handblysi

Áramótin voru erilsöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum
Áramótin voru erilsöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýjársdags. Ung kona brenndist á hendi þegar hún var að kveikja í handblysi, var hún flutt á sjúkrahúsið til skoðunar og aðhlynningar.

Þá þurfti að hafa afskipti af nokkur aðilum vegna ölvunar.

Kveikt var í ruslagám við Samkaup, sem stendur við Hafnarstræti. Slökkvilið Ísafjarðar kom á staðinn og slökkti eldinn. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki.

Þá var kvartað undan óvarlegri meðferð á skoteldum og sprengingum, sprengt í póstkassa og ruslagám. Ekki er heldur vitað hverjir þar voru að verki. Ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem þessu fylgir.

Þá kvörtuðu vegfarendur sem leið áttu um Skutulsfjarðarbraut að grænum „leiser"geisla væri beint að ökutækjum sem þar áttu leið um. Ljóst var að geislinn kom frá Holtahverfinu. Þetta var kannað en ekki var hægt að staðsetja þann stað, þar sem þessum geisla var beint frá. Lögreglan minnir á að mikil hætta getur fylgt því að geislar sem þessir séu misnotaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×