Erlent

Engin áhrif á ESB-viðræður

Stefan Fule
Stefan Fule
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið skaðast ekki af því að Íslendingar hafi hafnað því að staðfesta Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur engin áhrif á yfirstandandi aðildarviðræður, sem framkvæmdastjórnin stendur að af fullum heilindum,“ segir í yfirlýsingu frá Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, og Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar ESB.

Þar segir jafnframt að ESB muni fylgjast grannt með frekari þróun Icesave-málsins og því að Ísland standi við skuldbindingar sínar sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×