Erlent

Danska lögreglan fann tonn af kannabisefnum

Kristjanía var vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Kristjanía var vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gærkvöldi í aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn gegn fíkniefnasölum í Kristjanínu.

Maðurinn er kærður fyrir að hafa haft undir höndum rúmt tonn af kannabisefnum, sem hann geymdi í íbúð í Austurbrú í Kaupmannahöfn.

Talið er að maðurinn hafi séð meira eða minna öllum fíkniefnasölunum í Kristjaníu fyrir kannabisefnum. Alls voru átta manns handteknir í aðgerðunum. Þar á meðal bróðir mannsins, sem grunaður er um að hafa átt tonnið af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×