Fótbolti

Adu á leið í neðrideildarboltann í Þýskalandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freddy Adu.
Freddy Adu.

Bandaríkjamaðurinn Freddy Adu varð ekki að þeirri stórstjörnu sem margir áttu von á. Hann þótti efnilegasti knattspyrnumaður heims lengi vel þó svo margir hafi efast um raunverulegan aldur hans.

Þegar hann var 18 ára, að eigin sögn, fór hann til portúgalska liðsins Benfica. Þaðan fór hann til Monaco, Belenenses og loks Aris Thessaloniki. Ekki alveg stærstu liðin hjá efnilegasta fótboltamanni heims.

Þess utan var hann meira og minna á bekknum hjá þessum félögum.

Það eru enn til félög sem vilja fá hann í sínar raðir og nú er líklegt að hann gangi í raðir þýska 2. deildarliðsins Ingolstadt.

Hann hefur verið að æfa með liðinu síðustu daga og spilaði æfingaleik með því í Tyrklandi.

Adu hefur spilað 17 landsleiki fyrir Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×